01.07.2008
kl. 11:52
Fréttir
Umgengni á losunarsvæði fyrir garðaúrgang við Eyvindará er slæm um þessar mundir. Allt of oft er gras ekki tekið úr plastpokum auk þess sem þar er stundum fleygt járni, timbri og öðru rusli. Leiðbeiningar við innkomuna á svæðið um hverju má fleygja þar eru þó skýrar.
Á síðasta fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Fljótsdalshéraðs var umgengni á garðalosunarsvæðinu við Eyvindará til umfjöllunar. Þar á meðal voru ræddar hugmyndir um að gera móttöku garðaúrgangs gjaldskylda ef umgengni yrði ekki til batnaðar á losunarsvæðinu. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd beinir því til íbúa sveitarfélagsins að fara eftir þeim reglum sem gilda um svæðið svo ekki þurfi að koma til lokunar svæðisins og gjaldtöku á garðaúrgangi.