- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Auglýst er eftir skólastjóra við Egilsstaðaskóla frá og með næsta skólaári.
Í Egilsstaðaskóla eru nú um 360 nemendur í 1. – 10. bekk og um 60 starfsmenn. Skólinn er mannaður réttindafólki í öllum stöðum og rík samvinnumenning er meðal starfsfólks. Skólinn er til húsa í nýju og nýendurgerðu húsnæði og er aðstaða til fyrirmyndar, einkum til kennslu í list- og verkgreinum og náttúrufræði. Áherslur skólans samkvæmt nýrri skólanámskrá eru virkir nemendur, teymiskennsla og list og verkgreinar. Grunngildi skólans eru gleði, virðing og metnaður.
Hæfniskröfur:
o Grunnskólakennaramenntun er skilyrði
o Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
o Reynsla af stjórnunarstörfum
o Færni í mannlegum samskiptum, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
Allar frekari upplýsingar veitir Helga Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi Fljótsdalshéraðs í síma 4700 700 eða á netfanginu helga@egilsstadir.is. Umsóknum með ferilskrá skal skila á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum í síðasta lagi 7. apríl nk.