Skáknámskeið fyrir börn og unglinga

Skákborð - beðið eftir 1. leik
Skákborð - beðið eftir 1. leik

Haldið verður skáknámskeið fyrir börn og unglinga 4.- 5. nóvember í félagsmiðstöðinni Nýung, ef næg þátttaka fæst. Kennari á námskeiðinu er Birkir Karl Sigurðsson, fyrrverandi heimsmeistari unglinga í skólaskák.

Námskeiðið er alls 7 klukkustundir og fer fram á eftirfarandi tímum:
Föstudagur 4. nóvember kl. 16.00 – 18.30
Laugardagur 5. nóvember kl. 13.00 – 17.30

Þátttökugjald er kr. 5.000.

Þeir sem áhuga hafa á námskeiðinu skrái sig fyrir 26. október á netfangið odinn@egilsstadir.is.