- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
SAMAN-hópurinn hvetur foreldra og forráðafólk til að njóta samvista með börnum sínum í desember.
Nú þegar undirbúningur jólahátíðarinnar er hafinn minna fulltrúar SAMAN-hópsins á að samvera með fjölskyldunni er mikilvægasta forvörnin.
Alla jafna er mikið að gera í desember, nóg á dagskrá hjá flestum og fólk mikið á ferðinni. Þannig er mikilvægt að gleyma ekki samverustundum fjölskyldunnar. Dæmi um samverustundir, líkt og kemur fram á Facebooksíðu SAMAN-hópsins, eru að baka saman, skoða jólaljósin saman, fara í göngutúra, spila saman, horfa saman á jólamyndir í sjónvarpinu og margt fleira í þeim dúr. Áreynslulitlar samverustundir sem þurfa ekkert að kosta.
Aðaláherslan er á forvarnagildi þess að eyða tíma saman, hvort sem um er að ræða aðventuna, jól eða áramót. Sköpum saman góðar minningar í desember.
Góða og gleðilega samveru!