- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Samfélagssmiðjan að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ) verður opin í dag, þriðjudaginn 18. júní 2019 frá klukkan 15:00-18:00. Á staðnum, til skrafs og ráðagerða, verða Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, og Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar.
Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni. Að auki verður þar fundarými og laust pláss fyrir hvers konar viðburði, uppákomur og fundi. Þá er stefnt að því að nýta húsið á ýmsa vegu í þágu samfélagsins.
Hægt verður að skoða skipulagstillögur auk hugmynda um ásýnd Blómabæjarreitsins og tillögur varðandi sameiningu sveitarfélaga.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá á hvaða dögum smiðjan verður opin í júní og hver verða á staðnum.
Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun samfélagsins okkar.
Þriðjudagur 18. júní 2019 klukkan 15:00-18:00 - Freyr Ævarsson og Stefán Bogi Sveinsson
Fimmtudagur 20. júní 2019 klukkan 15:00-18:00 - Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson og Steinar Ingi Þorsteinsson
Mánudagur 24. júní 2019 klukkan 15:00-18:00 - Óðinn Gunnar Óðinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir
Þriðjudagur 25. júní 2019 klukkan 15:00-18:00 - Helga Guðmundsdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir
Fimmtudagur 27. júní 2019 klukkan 15:00-18:00 - Stefán Bragason og Hannes Karl Hilmarsson