Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru íbúar Fljótsdalshéraðs 4.644 þann 1. desember síðast liðinn og hafði fjölgað um 739 á einu ári.
En íbúarnir voru 3.905 þann 1. desember 2005. Þetta er því tæp 19% hækkun. Hvergi á landinu fjölgaði íbúum meira en á Austurlandi á þessu ári eða um 12% en fjölgunin á landsvísu er 2,6%. Þessa fjölgun á Austurlandi má að mestu rekja til fjölgunar erlendis frá vegna virkjunar- og stóriðjuframkvæmda. Hins vegar er ekki hægt að sjá í tölum Hagstofunnar hlutfall útlendinga í einstökum sveitarfélögum auk þess sem eitthvað er um Íslendinga að flytja heim á ný erlendis frá.