- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Leikfélag Fljótsdalshéraðs er um þessar mundir að æfa leikritið Pétur og úlfinn. Stefnt er á að frumsýna verkið í Selskógi 19.júlí nk.
Sýningin er sett upp í samstarfi við Samfélagssjóð Alcoa og Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs en leikarar eru allir á grunnskólaaldri.
Leiksstjóri verksins er Pétur Ármannsson en hann semur einnig í samstarfi við leikhópinn leikgerð við þetta magnaða tónverk.
Myndin er frá æfingu í Selskógi. Á henni er hluti leikhópsins ásamt Pétri Ármannssyni leiksstjóra og Brogan Jayne Davison sem aðstoðar við dans og hreyfingar.