- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Hinni árlegu bæjar- og héraðshátíð 2011 er lokið og tókst hún vel. Þó nokkrar breytingar voru gerðar á hátíðinni í ár og heppnaðist það með ágætum. Hátíðin hófst í norðri á Möðrudalsdegi og lauk syðst með Fljótsdalsdegi þar sem fólk naut tónlistar og leikja í sól og blíðu á Skriðuklaustri.
Skreytingar hverfanna tókust með ágætum og þar stóðu bleika og appelsínugula hverfin sig best. En það er með Ormsteitisskreytingar eins og jólaskreytingar. Skrautið verður að hverfa áður en það verður að rusli. Bæjarbúar því eru hvattir til að taka til og safna saman sínu skrauti áður en það fer af stað og fýkur út um allan bæ.