- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Kvenréttindafélag Íslands í samstarfi við franska sendiráðið og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs bjóða upp á sýninguna Oddhvassir blýantar, sem er alþjóðleg skopmyndasýning og fjallar um bæði kvenréttindi og málfrelsi.
Formleg opnun verður 8. mars klukkan 17:00 en sýningin mun hanga á veggjum Sláturhússins út mars. Á opnuninni verður boðið upp á léttar veitingar og allir velkomnir.
Þessi sýning var gerð í kjölfar #MeToo byltingarinnar af frönsku samtökunum Le Crayon sem upphaflega voru stofnuð til að vernda og myndlýsa málfrelsi, í samstarfi við France-Cartoons – samtök franskra skopmyndateiknara og alþjóðlegu teiknimyndahátíðina L’Estaque.
Höfundar skopmyndanna eru teiknarar sem starfa út um allan heim, sumir hverjir í löndum þar sem list þeirra leggur frelsi þeirra að veði.
Á sýningunni velta skopmyndahöfundar fyrir sér stöðu kvenna, kvenréttindum og #MeToo, hver með sínum hætti. Myndirnar á sýningunni eru allt í senn bráðfyndnar, fallegar, skelfilegar, óborganlegar og hræðilegar. Myndirnar eru vitnisburður um að penninn er máttugri en sverðið.