Undanfarnar vikur hefur verið unnið við að byggja upp nýtt tjaldstæði á Egilsstöðum, á reit þar sem fyrirtækið Barri var áður með aðstöðu. Tjaldstæði sunnan við Samkaup, sem verið hefur í notkun undan farin ár, þarf að víkja vegna miðbæjarskipulags sem tók gildi fyrir nokkrum misserum, auk þess sem það uppfyllir ekki lengur kröfur samtímans. Svæðið fyrir nýja tjaldstæðið hefur nú allt verið jafnað og búið er að koma þar fyrir þeim lögnum sem gert er ráð fyrir. Verið er að vinna að uppsetningu staura fyrir rafmagn, fyrir húsbíla- og hjólhýsaeigendur og þökulagningu svæðisins er að ljúka. Eftir er að setja yfirborðslag á öku- og gönguleiðir innan svæðisins og koma fyrir trjágróðri, en það verður gert nú á haustdögum ef veður leyfir. Gert er ráð fyrir að þarna rúmist 53 stæði fyrir hjólhýsi og húsbýla auk svæðis fyrir um tjöld og leiksvæði fyrir börn. Möguleiki er einnig á að stækka tjaldsvæðið til suðurs, síðar, ef þurfa þykir.