- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í byrjun desember sl. tók Kjartan Róbertsson til starfa hjá Fljótsdalshéraði sem yfirmaður eignasjóðs. Hann tekur við því starfi af Hreini Halldórssyni, sem sinnir nú sem fyrr umsjón með íþróttasvæðum sveitarfélagsins og einnig leigufélaginu Ársölum.
Kjartan hefur umsjón með viðhaldi allra fasteigna sveitarfélagsins, auk þess að sinna ýmsum verkefnum á umhverfis- og framkvæmdasviði.
Kjartan er menntaður húsasmiður og einnig byggingafræðingur frá VIA University College Horsens
Hann hefur undanfarin 5 ár starfað hjá verkfræðistofunni Mannviti á Egilsstöðum.