08.02.2007
kl. 14:36
Fréttir
Á laugardaginn kemur, 10. febrúar, hefst fræðsla og kynning í vegaHúsinu á Egilsstöðum fyrir fólk sem nýflutt er til Austurlands.
Fræðslufundir þessir verða síðan framvegis annan laugardag í hverjum mánuði í vegaHúsinu sem staðsett er að Lyngási 5-7. Boðið er upp á léttar veitingar.
Ætlunin með þessum fundum er að bjóða nýja íbúa velkomna með því að hittast, skiptast á reynslu, skemmta sér og eignast nýja vini. Fólk verður upplýst um hvað það getur gert utan vinnutíma, hvert það geti farið til að hitta fólk og fleira í þeim dúr. Fljótsdalshérað og Rauði krossinn standa sameiginlega að þessu verkefni. Nánari upplýsingar gefur Karin í síma 862 6293.