Ný heimasíða Fljótsdalshéraðs var opnuð í dag kl. 16.30 í fundarsal bæjarstjórnar.
Heimasíðan og vefumsjónarkerfið sem lögð er af við sama tækifæri er komin til ára sinna enda rúmlega sex ár síðan hún var tekin í notkun. Ný heimasíða er liður í aukinni áherslu á rafrænan þátt stjórnsýslunnar og þjónustu sveitarfélagsins með þeim hætti.
Að gerð heimasíðunnar hafa komið fyrirtækin HugurAx sem séð hefur um vefsmíðina og Fíton sem hannaði útlit hennar. Umsjón með gerð texta var í höndum Sigurbjargar Hvannar Kristjánssdóttur og umsjón með myndaefni hafði Alma J. Árnadóttir. Margir aðrir hafa lagt hönd á plóginn við gerð heimasíðunnar og þá fyrst og fremst starfsfólk sveitarfélagsins.
Slóð heimasíðunnar er www.fljotsdalsherad.is