Dagana 3.-7. júlí munu 90 norrænir myndlistarkennarar í grunn- og framhaldsskólum verða á námskeiði sem haldið er á Eiðum. Þema námskeiðsins er tengsl myndlistar og náttúru.
Fjögur verkstæði munu standa þátttakendum til boða. Listamennirnir sem munu leiða hópinn eru Rúrí, Bjarni sigurbjörnsson, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og kvikmyndagerðamaðurinn Páll Steingrímsson. Á námskeiðinu eru fyrirlestrar, vinnustofur og farið í vettvangferðir, m.a. að Kárahnjúkum og á slóðir Kjarvals. Það er Félag íslenskra myndlistarkennara sem stendur fyrir og hefur skipulagt af kostgæfni þetta glæsilega námskeið.