- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Nemendur í vöruhönnun við Menntaskólann á Egilsstöðum sýna lokaverkefni sín þessa dagana í kennsluhúsnæði skólans.
Verklegi partur lokaverkefnanna var unnin í samstarfi við Þorpið verkstæði og Marcus Nolte smið sem leiðbeindi nemendum og aðstoðaði við smíði. Kennari áfangans er Steinrún Ótta Stefánsdóttir og er þetta í fyrsta skiptið sem áfanginn er kenndur við skólann.
Þema lokaverkefnisins var að hanna ljós eða lampa þar sem notast var við endurvinnslu ásamt austfirsku hráefni.
Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna en henni lýkur í dag föstudaginn 7. mars.