- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Samhliða forsetakosningum þann 27. júní greiða íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar atkvæði um sex tillögur að heiti á nýtt sveitarfélag. Þau sem eiga ekki heimangengt á kjördag geta tekið þátt í valinu með því að greiða atkvæði á skrifstofum sveitarfélaganna á hefðbundnum opnunartíma. Atkvæðagreiðslan hefst föstudaginn 19. júní og lýkur föstudaginn 26. júní.
Kosningaaldur í könnun um heiti sveitarfélagsins miðast við 16 ára aldur og geta erlendir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum líka tekið þátt. Þátttakendum verður boðið upp á raðval með því að velja fyrsta og annan valkost. Niðurstöður eru ekki bindandi og tekur ný sveitarstjórn ákvörðun um nýtt heiti þegar hún kemur til starfa í október.
Auglýst var eftir hugmyndum að heiti á sameinað sveitarfélag í upphafi ársins og bárust 112 tillögur með 62 hugmyndum að heitum á nýtt sveitarfélag. Sautján tillögur fóru til umsagnar hjá Örnefnanefnd.
Greidd verða atkvæði um tillögurnar,