- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Aldrei áður hefur verið lagt meira í JEA og eru stórar kanónur með flytjenda í ár. Þar má nefna Larry Carlton, Laurie Wheeler, Bláa Skugga, Beady Belle, Bloodgroup og Tónverkið Draumar.
Segja má að áherslur JEA í ár séu poppaðri en oft áður við val á tónlistarmönnum. Þess vegna ættu fleiri en hreinræktaðir jazzgeggjarar að geta upplifað tónlistina til hins ýtrasta. Rétt er að minna sérstaklega á hina austfirsku tölvuhljómsveit, Bloodgroup, sem vafalaust mun bjóða upp á athyglisverða skemmtun ásamt Beady Belle í Herðubreið á Seyðisfirði.
Mikil tilhlökkun er vegna tónleika Larry Carlton, en hann er goðsögn í tónlistarheiminum. Hann hefur meðal annars spilað með Michael Jackson, Dolly Parton, Billy Joel, Johny Mitchell, Steely Dan og fleiri stjörnum. Í bandi hans eru afar færi tónlistarmenn sem hafa til að mynda leikið með Tinu Turner, Christinu Aguilera og Faith Hill.
JEA passi, sem gildir á alla hátíðina er hægt að fá með því að senda e-mail á jeajazzfest@gmail.com. Í framhaldinu er hægt að greiða miðann og fá hann sendann í pósti, eða afhentan á tónleikastað. JEA passi kostar aðeins kr. 5.000,- fram að 16. júní.
Miðaverð á JEA
Opnunarhátíð
Ókeypis aðgangur!
Larry Carlton & Laurie Wheeler
Kr 3.000.-
Bláir Skuggar
Kr 2.000.-
Beady Belle & Bloodgroup
Kr 2.500.-
Hátíðarpassi
Kr 5.000.- * til 16. júní
Kr. 6.000,- * eftir 16. júní