Í byrjun júní veitti Fljótsdalshérað viðurkenningar fyrir góðan árangur vinnustaða í sveitarfélaginu í keppninni Hjólað í vinnuna. Er þetta í þriðja skiptið sem bestu liðin á Fljótsdalshéraði eru verðlaunuð með þessum hætti og eins og undanfarin ár var það lið SKRA og KPMG sem sigraði í keppninni. Í öðru sæti varð lið bæjarskrifstofanna á Lyngási en lið bæjarskrifstofanna í Einhleypingi hafnaði í þriðja sæti. Alls tóku átta fyrirtæki og stofnanir á Fljótsdalshéraði þátt og hjóluðu þátttakendur í þeim alls um 1550 km sem jafngildir rúmlega hring í kringum landið. Keppnin í ár var mjög jöfn og spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á síðustu dögunum.