- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk grunnskóla, fyrir norðursvæði Austurlands, fór að þessu sinni fram í Hallormsstaðaskóla þriðjudaginn 16. mars. Keppendur í lokakeppninni voru alls fjórtán frá sjö skólum á svæðinu. Fjölmargir nemendur grunnskólanna á Fljótsdalshéraði tóku þátt í henni en Rebekka Karlsdóttir frá Egilsstaðaskóla sigraði keppnina. Í öðru sæti varð Hrefna Brynja Gísladóttir frá Vopnafjarðaskóla og í því þriðja Benedikt Burkni Ástuson Hjarðar frá Fellaskóla.
Markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er mikilvæg en ekki einblínt á sigur. Mestu skiptir að nýta keppnina til að leggja markvissa rækt við vandaðan upplestur og framburð og fá alla nemendur í skólanum til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.