Á Jónsmessu, sunnudaginn 24. júní, stendur Gallerí Bláskjár og Te og kaffi, í samstarfi við Fljótsdalshérað, fyrir lautarferð í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum á milli klukkan 18 og 20.
Reynt verður að skapa notalega stemningu fyrir fólk á öllum aldri, ömmur og afa, mömmur og pabba og börnin, þannig að allir geti átt notalega stund saman. Boðið verður meðal annars upp á notalega tónlist, blöðrudýr og andlitsmálun, myndlistarsamkeppni og ilmandi brauð og veitingar á góðu verði.