Af gefnu tilefni er íbúum á Fljótsdalshéraði bent á að alls ekki má setja rusl í klósettin. Hvort sem fráveituvatn fer í rotþrær eða hreinsivirki trufla eyrnapinnar, dömubindi, túrtappar, smokkar og annað drasl starfsemi fráveituvirkja auk þess sem lagnir, jafnvel innan lóðamarka viðkomandi, geta stíflast. Einnota handþurrkur, bleyjuþurrkur o.þ.h. eiga heldur ekki að fara í klósettið.
Sveitarfélagið og þar af leiðandi íbúar Fljótsdalshéraðs, skapa sér mikinn aukakostnað með því að nota klósettið sem ruslafötu. Því er beint til allra að hætta því sem fyrst.