04.06.2007
kl. 12:12
Fréttir
Þriðjudaginn 5. júní, verður haldinn fundur um umhverfismál í Fellaskóla. Fundurinn hefst kl. 17.00 og verður með óformlegu kaffihúsasniði og má búast við lifandi og skemmtilegum umræðum. Allir eru velkomnir á fundinn.
Fundurinn er kjörinn vettvangur fyrir íbúa, fyrirtæki og félagasamtök til að hafa áhrif á þróun sveitarfélagsins um komandi ár. Afrakstur fundarins verður meðal annars nýttur við gerð umhverfisstefnu fyrir Fljótsdalshérað.
Í febrúar óskaði Fljótsdalshérað eftir þátttöku íbúa í starfshópi um Staðardagskrá 21 sem hlaut góð viðbrögð. Stefnt er að því að starfshópurinn ljúki störfum á þessu ári. Hann mun njóta aðstoðar ráðgjafafyrirtækisins Alta sem jafnframt stýrir yfirstandandi vinnu við gerð aðalskipulags og atvinnumálastefnu Fljótsdalshéraðs.