- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Jólatré íbúa á Egilsstöðum, Eiðum, Hallormsstað og í Fellabæ, verða fjarlægð mánudaginn 11. janúar að því tilskyldu að þau séu vel sýnileg og við lóðamörk. Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á gámavellinum í Tjarnarási.
Flugeldaleifar er víða að finna eftir síðustu daga og eru íbúar hvattir til að henda þeim í ruslið svo þær grotni ekki niður þar sem skotið var upp í görðum, á götum eða opnum svæðum.
Megnið af flugeldaleifunum er plast, pappi, tré og leir, sem óhætt er að setja í almennt rusl en ósprungnir skoteldar eiga af fara í spilliefnaílát á gámavellinum. Stærri kökur eru mögulega of fyrirferðarmiklar í heimilistunnunni og þær er hægt að fara með á gámavöllinn.
Þeir sem skutu upp ættu að fara létt með að ganga frá eftir sig.