07.01.2008
kl. 14:16
Fréttir
Í dag og á morgun, dagana 7. og 8. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sjá um að fjarlægja jólatré sem sett hafa verið út við lóðamörk í þéttbýli Egilsstaða og Fellabæjar.
Íbúar eru vinsamlegast beðnir að gæta þess að jólatrén séu á áberandi stað og koma í veg fyrir það að þau fjúki. Eftir að hreinsun líkur geta íbúar losað sig við jólatré á garðalosunarsvæði norðan Eyvindarár.