- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Eins og margir vita er allt lífrænt heimilissorp sem safnað er á Fljótsdalshéraði nú flutt til Moltu ehf. í Eyjafirði. Þar er unnin molta sem m.a. hefur staðið íbúum á Flótsdalshéraði til boða síðustu vikurnar. Upp á síðkastið hefur nokkuð borið á því að aðskotahlutir s.s. hnífapör og aðrir smáir málmhlutir, sem skemmt geta vélar Moltu, séu í sorpinu.
Auk þess hefur flokkun ekki verið nógu góð og t.d. hefur verið nokkuð um garðaúrgang í lífræna sorpinu, en slíkum úrgangi þarf að koma í þar til ætlaða gáma á móttökustöð sveitarfélagsins.
Íbúar eru hvattir til að vanda flokkun og sjá til þess að í brúnu tunnurnar fari einungis lífrænt heimilissorp. Nánari upplýsingar um hvað má fara í brúnu tunnurnar má finna á síðu 11 í sorphirðuhandbókinni sem er m.a. á heimasíðu sveitarfélagsins.
http://www.fljotsdalsherad.is/static/files/baeklingar/sorphirduhandbok2015.pdf