- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Hreyfivikan fer fram á Fljótsdalshéraði í þriðja sinn dagana 29. september til 5. október. Að þessu sinni eru 43 viðburðir í boði í sveitarfélaginu. Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að kynna sér dagskrána og taka þátt í því sem í boði er. Þá er tilvalið fyrir þá sem enn hafa ekki stigið skrefið að virkri heilsurækt að nota nú tækifærið enda eru viðburðirnir ókeypis. Það eru íþróttafélögin og deildir þeirra, leik-, grunn- og framhaldsskólar, kirkjan, íþróttahúsið, bókasafnið, Félag eldri borgara, félagsmiðstöðvar, Ferðafélagið, Heilsuefling heilsurækt, Hjólaormar, HSA, Frisbígolfsambandið og ýmsir einstaklingar sem bjóða börnum og fullorðnum til þátttöku í margs konar viðburðum á þeirra vegum. Dagskrá Hreyfivikunnar á Fljótsdalshéraði má finna hér en henni hefur jafnframt verið dreift í öll hús í sveitarfélaginu.
Það er Fljótsdalshérað, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Íþróttafélagið Höttur sem eins og áður standa að undirbúningi Hreyfivikunnar. Hreyfivikan, eða Move week, er verkefni sem á sér stað um alla Evrópu og hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta og hreyfingar sem hluta af heilbrigðum lífsstíl. Það er Ungmennafélag Íslands sem heldur utan um verkefnið á Íslandi. Framkvæmd verkefnisins á Fljótsdalshéraði hlaut viðurkenningu International Sport and Culture Association, sem eru þau samtök sem halda utan um verkefnið á alþjóðavísu.
Upplýsingar um verkefnið og viðburði á Fljótsdalshéraði sem og öðrum stöðum á Íslandi má finna hér.