30.05.2008
kl. 00:00
Fréttir
Í gær, 29. maí, fór fram gjörningur í Fellaskóla, þar sem hluti nemenda í 1.- 8. bekk mynduðu ”hjartað sanna og góða” sem fjallað er um skólastefnu skólans og finna má í ljóðlínum eftir Stephan G. Stephansson.
Á sama tíma voru nemendur í 9. og 10. bekk í Egilsstaðaskóla og fræddust um vinnuvernd sem er fræðsla sem er skipulögð af Heilsuverndarstöðinni í samstarfi við grunnskólana á Héraði.
Í skólastefnu Fellaskóla má finna eftirfarandi ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar:
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bóða:
Hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.
Hvass skilningur höfðar til bókvits, hög hönd til verkvits og hjartað sanna og góða höfðar til siðvits. Í vetur hafa ýmsir þættir skólastarfsins snúist um hjartað sanna og góða og nægir þar að nefna að 20 ára afmæli skólans fór fram með látlausum hætti, þar sem hátt í 200.000 kr. söfnuðust til hjálparsamtaka.