Hjálmar og félagar sænskir meistarar

Hjálmar Jónsson varð á mánudaginn, 29. október, sænskur meistari með liði sínu IFK Gautaborg þegar þeir unnu Trelleborg í lokaleiknum í sænsku deildinni. Eins og flestir vita er Hjálmar fæddur og uppalinn á Egilsstöðum og hóf sinn fótboltaferil hjá Hetti.

Með Gautaborg leikur annar íslendingur Ragnar Sigursson en hann var kjörinn besti leikmaðurinn í Vestur Svíþjóð. Leikurinn í gær fór fram í mikilli rigningu fyrir framann 41.000 áhorfendur og áttur þeir félagar Hjálmar og Ragnar góðan leik.
 
Á myndinni er þeir Hjálmar og Ragnar að fagna sigri