Hertar reglur í Íþróttamiðstöðinni

Starfsemi í sundlauginni og Héraðsþreki vegna hertra samkomutakmarkana í tengslum við Covid-19

Um síðustu helgi tóku gildi hertar aðgerðir innanlands vegna Covid-19 sem gert er ráð fyrir að standi til 13. ágúst.
Sundlaugin á Egilsstöðum verður opin á hefðbundnum opnunartíma en með þeim takmörkunum að 50 gestum verður heimilt að vera í einu á sundlaugarsvæðinu.

Í Héraðsþreki gildir eftirfarandi frá og með 6. ágúst:
Gestir Héraðsþreks þurfa að þvo sér um hendurnar og spritta þær áður en æfingar hefjast og virða ávallt 2 ja metra regluna og hafa nægjanlegt bil á milli sín og annarra. Þá þurfa þeir að sótthreinsa tól og tæki áður og eftir að þau eru notuð. Þá ber gestum að láta starfsmann afgreiðslu vita af sér við komuna í Héraðsþrek og einnig þegar æfingum er lokið. Aðeins mega 15 einstaklingar vera í Héraðsþreki samtímis og miðað er við að æfingatími sé 1 klst. svo að fleiri komist að.

Verði reglur þessar ekki virtar má búast við að starfsemi Héraðsþreks verði lokað þar til reglur varðandi sóttvarnir hafa verið rýmkaðar frá því sem nú er.


https://www.covid.is/undirflokkar/hvad-thydir-samkomubann