- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
15 skátar frá Skátafélaginu Héraðsbúum ásamt foringja og 2 foreldrum lögðu þann 4. júní upp í ferð áleiðis til Cleveland Ohio í Bandaríkjunum.
Ferðin var hluti af umhverfisverkefni sem Héraðsbúar hafa sinnt ásamt skátum í Ohio en þau hafa síðan í haust hittst vikulega á Skype fundum síðan í haust og lagt drög að því hvað þau geti gert betur til að bæta umhverfið.
Varð svo úr að þau höfðu strandhreinsanir að meginmarkmiði. Héraðsbúar hreinsuðu fallega gönguleið hér fyrir austan sem liggur meðfram sjó út í Stapavík við Héraðsflóa, skátarnir í Ohio lögðu áherslu á að hreinsa strendurnar við vötnin sem skilja að Bandaríkin og Kanada og fóru Héraðsbúar út til að hjálpa til við strandhreinsun þar. Það var Samfélagssjóður Alcoa sem stofnaði til samstarfsins með kvenskátafélögum um allan heim undir slagorðinu Forever Green.
Ferðasöguna alla má lesa hér.