Heimasíða fyrir Múlaþing

Tekin hefur verið í notkun heimasíða fyrir sveitarfélagið Múlaþing sem hefur lénið www.mulathing.is. Þær heimasíður sem áður tilheyrðu Borgarfjarðarhreppi, Djúpavogshreppi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað þjóna ekki lengur því hlutverki að vera opinberar heimasíður sveitarfélagsins.

Íbúum sveitarfélagsins sem og öðrum er bent á að kynna sér nýju heimasíðuna og nota hana framvegis til að sækja sér upplýsinga eða þjónustu er varðar sveitarfélagið.

Gömlu heimasíður sveitarfélaganna verða áfram opnar en fyrir liggur að taka ákvörðun um framtíð þeirra.