- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Um helgina fór fram fyrsta mót vetrarins í fimleikum í 1.deildinni, Haustmót FSÍ sem var haldið á Akranesi.
36 keppendur eða 4 lið fóru til keppni frá fimleikadeild Hattar Egilsstöðum. Á myndinni má sjá hluta hópsins.
Árangur á fyrsta móti vetrarins var mjög góður og veturinn eftir að verða spennandi. Keppendur skiluðu sínu og voru alveg stór glæsileg.
Mánudeginum eftir mótið fóru keppendur í æfingabúðir hjá Stjörnunni og náðu tveimur góðum æfingum á sama deginum. Æfingaraðstaðan hjá Stjörnunni er sú besta á landinu og því dýrmætt fyrir iðkendur fimleikadeildar Hattar að nýta keppnisferðir til að komast í góða aðstöðu. Margir iðkendanna voru að framkvæma ný stökk og tengja saman erfið stökk á áhöldum sem eru með öryggisbúnað sem er ekki til staðar á Egilsstöðum.
Úrslit haustmót FSÍ.
Opinn flokkur ( 16 ára eldri )
1.sæti. Stjarnan
2.sæti. Höttur
4.flokkur ( 12-14 ára )
1.sæti. Gerpla
2.sæti. Selfoss
3.sæti. Höttur
4. flokkur drengir ( 12-14 ára )
1.sæti. Höttur
2.sæti. Gerpla
3.sæti. Selfoss
5. flokkur drengir ( 9-12 ára )
1.sæti. Stjarnan