- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Haraldur Gústafsson í Skotfélagi Austurlands (SKAUST) kom sá og sigraði á Íslandsmeistaramóti í bogfimi á sunnudaginn og vann Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga karla 50+. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Haraldar. Hann var með hæsta skor í undankeppni 50+ 528 stig, 19 stigum frá Íslandsmetinu í 50+ flokki.
Haraldur sigraði Kristján G. Sigurðsson úr Skotfélagi Ísafjarðar í undanúrslitum 6-2. Í keppninni um gullið mætti hann Tómasi Gunnarssyni úr UMF Eflingu og sigraði þar aftur 6-2. Í viðtal við archery.is eftir að vinna titillinn sagðist Haraldur halda að hann væri búinn með adrenalínkvótann fyrir árið, lyfti upp hönd og sýndi hana nötra.
Þetta er í fyrsta sinn sem Haraldur keppir í 50+ flokki en hann er fimmtugur á árinu. Gert er ráð fyrir að hann reynist erfiður öðrum keppendumr í öldungaflokki þar sem hann hefur reglulega verið á verðlaunapalli í opnum flokki hingað til, þó að gullið í opnum flokki hafi ekki borist enn.
Haraldur var einnig með hæsta skorið í opna alþjóðlega hluta mótsins, en þar tapaði hann bronskeppninni með naumum mun 6-4 á móti Jógvan Magnus Andreasen frá Færeyjum.
Íslandsmótið var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík 16. febrúar af nýstofnuðu Bogfimisambandi Íslands. En þar situr Haraldur einnig í stjórn.
Hægt er að finna heildarúrslit mótsins á ianseo.net og sjá beina útsendingu af úrslitum mótsins á archery tv Iceland rásinni á youtube.