20.11.2007
kl. 09:24
Fréttir
Hafin er vinna við gerð göngustígs sem tengja á Suðursvæðið, nýja hverfið innan við mjólkurstöðina á Egilsstöðum, við eldri hverfi bæjarins. Göngustígurinn liggur frá Hömrum, ofan við svæði Barra og Sláturhúsið og tengist við Fénaðarklöpp neðan við Steinahlíð.
Búið er að keyra burðarlagi í stíginn og setja upp ljósastaura en ger er ráð fyrir að kveikt verði á lýsingunni í byrjun desember.
Jónsmenn ehf sjá um lagningu göngustígsins en Verkfræðistofa Austurlands sér um hönnun og eftirlit með framkvæmdinni.