Gönguleiðin í Trjásafninu fær

Á tímum kórónaveirunnar er fólk hvatt til útivistar ef aðstæður eru fyrir hendi. Því hefur Skógræktin á Hallormsstað rutt snjó í Trjásafninu til að fólk geti fengið sér göngutúr. Hægt er að ganga frá Trjásafnsplani niður í safnið, út svokölluð Lambaból, upp á þjóðveg og inn að Trjásafnsplani aftur.


Að öðru leyti er upplagt að setja á sig gönguskíðin og ganga skógarvegina, sem eru fjölmargir.
Hafa skal í huga 2m regluna.

Því má bæta við að starfsfólk skógræktarinnar mælir einnig með á þessum knúslausu dögum að það er gott að knúsa tré. Sjá frétt og myndir á vef Skógræktarinnar.