15.10.2008
kl. 12:24
Fréttir
Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 8. október, síðast liðinn, voru fjármál sveitarfélagsins til umræðu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2009. Í lok umræðunnar um málið var eftirfarandi bókun gerð: ”Vegna sérstaks ástands í efnahagslífi þjóðarinnar beinir bæjarráð því til nefnda, deildarstjóra og forstöðumanna stofnanna að gæta ýtrasta aðhalds í rekstri og halda sig alfarið innan þeirra fjárhagsramma sem þeim hefur verið úthlutað. Bæjarráð lýsir því yfir að gjaldskrár fyrir grunnþjónustu sveitarfélagsins muni ekki hækka að svo stöddu og hvetur opinberar stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að fara sömu leið.”