Finnski gítarleikarinn Matti Saarinen heldur einleikstónleika á gítar í Egilsstaðakirkju í kvöld, þriðjudagskvöld 28. nóvember.
Boðið verður á fjölbreytta dagskrá tónlistar frá barrokk tímabilinu, allt til dagsins í dag. Má þar nefna tónlist eftir tónskáldin Bach, Scarlatti, Giuliani, Schubert og fleiri. Matti Saarinen nam við Sibeliusar Akademiuna í Finnladi og Tónlistarháskólann í Vín. Hann er nú tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Egilsstöðum.