31.10.2008
kl. 11:33
Fréttir
Í gær, fimmtudaginn 30. október, komu bæjarráð Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar saman til fundar á Seyðisfirði. Vel fór á með hópnum, en til umræðu voru ýmis samstarfsverkefni sveitarfélaganna sem almennt er góð sátt um.
Þá var farið yfir helstu verkefni sveitarfélaganna sem framundan eru. Ákveðið var að atvinnumálanefndirnar kæmu saman á næstunni til að skoða möguleika á auknu samstarfi en mikill vilji kom fram til að styrkja samstarf sveitarfélaganna enn frekar.