- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Föstudaginn 25. janúar var að undirritaður verksamningur á milli Yls ehf. og Fljótsdalshéraðs um jarðvinnu vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum.
Samningurinn var gerður að undangengnu útboði þar sem Ylur ehf. átti lægsta tilboð í verkið, eða kr. 41.108.556,-, og munu framkvæmdir hefjast formlega er fyrsta skóflustungan verður tekin klukkan 14.00 þriðjudaginn 29. janúar.