- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Kóder heldur foritunarnámskeið fyrir börn og ungmenni á Egilsstöðum í apríl. Kóder eru hugsjónasamtök sem stefna að því að gera forritun aðgengilega fyrir börn og unglinga úr öllum þjóðfélagsstigum. Í fréttatilkynningu segir: "Með því að kynna forritun fyrir börnum og unglingum er verið að opna þeim nýjar dyr innan tölvuheimsins. Í stað þess að vera einungis neytendur á afþreyingarefni og tölvuleikjum efla þau eigin rökvísi, sköpunargáfu og læra vandamálagreiningu frá unga aldri.
Þrjú aldursskipt námskeið verða í boði á Egilsstöðum.
1. Fyrir nemendur í 5. – 7. bekk þar sem þátttakendur læra:
Grunnaðgerðir í Python forritun (breytur, föll, listar, lúppur)
Hakkast í Minecraft með því að nota eigin kóða.
Tengja einfalda rafrás og skrifa kóða fyrir Minecraft sem kveikir á ljósdíóðu.
2. Fyrir nemendur í 8. – 10. bekk þar sem þátttakendur læra m.a :
HTML grunnur, CSS grunnur, Javascript grunnur og hönnun á einföldu vefappi
3. Þáttakendur námskeiðisins fyrir 17+ læra: HTML grunnur, CSS grunnur, Javascript grunnur og hönnun á einföldu vefappi"
Allar frekari upplýsingar og skráning á koder.is