- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Út er kominn nýr kynningarbæklingur fyrir Fljótsdalshérað ætlaður ferðamönnum og öðrum sem vilja kynna sér allt það sem Fljótsdalshérað hefur upp á að bjóða. Í bæklingnum er stuttlega sagt frá Fljótsdalshéraði, náttúru, fólkinu, þjónustu, Lagarfljótsorminum, Vatnajökulsþjóðgarði, ásamt helstu menningarhátíðum og uppákomum á Hérað. Einnig er sagt frá áhugaverðum stöðum að heimsækja bæði gangandi og á bíl.
Fljótsdalshérað gefur úr bæklinginn en Héraðsprent sá um grafíska hönnun og prentun. Bæklingurinn sem er bæði á ensku og íslensku er prýddur fjölda mynda. Hann er hægt að nálgast á Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Egilsstöðum, helstu ferðamannastöðum og skrifstofu sveitarfélagsins. Einnig má skoða hann á netinu, á ensku hér og sá íslenski er hér.