- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Hinn sívinsæli spurningaþáttur Útsvar er á dagskrá Sjóvarpsins, eins og venjulega, laugardaginn 14. nóvember, sem ekki er í frásögur færandi nema fyrir það að hið vinsæla lið Fljótsdalshérað keppir.
Liðið er að þessu sinni að mestu leyti óbreytt frá síðasta ári, þó er einn nýr meðlimur í áhöfninni. Þorsteinn Bergsson bóndi, ljóðskáld og bóhem verður í liðinu eins og áður, að sjálfsögðu. Treyst er á að hann sýni gamla takta og aldrei að vita nema hann hafi notað sumarið í hlaupaæfingar. Með honum er íþróttafrömuðurinn, sem þó er ekki hægt að nota til þess að hlaupa í bjölluna, Stefán Bogi Sveinsson framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, já og ljóðskáld. Nýi áhafnarmeðlimurinn er svo systir Urðar, Ingunn Snædal, kennari í Brúarásskóla, já og ljóðskáld og jafnvel bóhem líka.
Fyrstu andstæðingar Fljótsdalshéraðs eru Vestmannaeyingar, rétts eins og í fyrra. Lið Fljótsdalshéraðs hefur staðið sig vel undanfarin ár og sigraði í síðustu keppni. Miklar væntingar eru því gerðar til þessa frábæra hóps og honum óskað góðs gengis.