Fjárhagsáætlun 2020 – 2023

Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 6. nóvember 2019 klukkan 17.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2020-2023

  • Rekstarafkoma A og B hluta samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er jákvæð á árinu 2020 um 365 millj. kr. Þar af er afkoma af rekstri A hluta jákvæð um 205 millj. kr.
  • Skatttekjur hækka um 192 millj. kr. á milli áranna 2019 og 2020 og nema 3.999 millj. kr. sem er 5% hækkun.
  • Útsvarstekjur nema 2.141 millj. kr. og hækka um 6,5% miðað við útkomuspá fyrir árið 2019.
  • Áætlað er að fasteignaskattur nemi um 455 millj. kr. sem er 8,9% hækkun frá 2019.
  • Framlög Jöfnunarsjóðs nema 1.363 millj. kr. sem er 1,8% hækkun frá áætlaðri útkomu 2019.
  • Innri leiga á málaflokka í rammaáætlun hækkar almennt um 2% frá áætlun ársins 2019.
  • Í útkomuspá launa fyrir árið 2019 er áætluð niðurstaða um 2.511 millj. kr. en verða um 2.657 millj. kr. á árinu 2020 sem gerir um 5% hækkun á milli ára. Stöðugildi eru áætluð um 287 á árinu 2020 samanborið við 280 árið 2019.
  • Framlegð (EBITDA) í A hluta er áætluð 627 millj. kr. eða 13,8% og í samstæðu A og B hluta er framlegð áætluð 1.025 millj. kr. eða 20,4%.


Áætlunin er nú aðgengileg hér á heimasíðunni.