Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti fjárhagsáætlun ársins 2008 á fundi sínum þann 5. desember. Áætlun markast helst af því að útsvarstekjur lækka þar sem starfsmenn við Kárahnjúka flytjast úr sveitarfélaginu auk þess sem miklar fjárfestingar verða í sveitarfélaginu á árinu.
Skatttekjur
Ef tilteknar eru helstu forsendur skattteknaáætlunar fyrir árið 2008 þá einkennist hún helst af því að samdráttur verður í útsvarstekjum sveitarfélagsins sem nemur um 200 milljónum króna miðað við yfirstandandi ár. Íbúaþróun hefur þar mikil áhrif og er gengið út frá því að íbúar Fjótsdalshéraðs fari úr 4.644 í desember 2006 og verði um 3.750 í lok þessa árs. Ástæða þessa er að nú er að mestu lokið framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjum þar sem vel á annað þúsund manns hafa starfað undanfarin misseri. Gert er ráð fyrir að íbúar verði um 3.900 við árslok 2008. Áætlunin gerir ráð fyrir að útsvarstekjur á árinu 2008 nemi 1.224 milljónir króna.
Vegna mikilla tekna hafa framlög Jöfnunarsjóðs verið í lágmarki undanfarin ár en gert er ráð fyrir að reglubundin framlög hækki um 77 milljónir króna. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að Jöfnunarsjóður verði kominn að fullu inn með framlög fyrr en á árunum 2010 eða 2011. Í áætlun ársins 2008 er gert ráð fyrir að leiðrétting á framlagi vegna sameiningarátaks 2004 fáist á árinu, rúmar 80 milljónir króna. Í framlagðri áætlun er gert ráð fyrir að framlög Jöfnunarsjóðs nemi 381 milljónum króna.
Í forsendum áætlunar um tekjur af fasteignaskatti er gert ráð fyrir að stofn til álagningar fasteignaskatts hækki um 15% sem skýrist af hækkun á fasteignamati og nýrra eigna sem bætast við stofninn. Tekjur af fasteignaskatti eru áætlaðar 152 milljónir króna á árinu 2008.
Rekstargjöld
Í forsendum fjárhagsáætlunarinnar er gert ráð fyrir að laun hækki almennt um 3 til 4% á árinu 2008.
Ef farið er yfir þá rekstrarliði sem eru nýjir eða er verið að auka fjármagn til á árinu 2008 má nefna sem dæmi að á árinu 2008 verðu 5. deild leikskólans Skógarlands í rekstri allt árið, í stað fjögurra mánuða á yfirstandandi ári. Aukin framlög eru einnig til dagvistunar í heimahúsum. Þá er gert ráð fyrir framlagi vegna reksturs Fræðasetur Háskóla Íslands sem taka mun til starfa á árinu 2008. Einnig er gert ráð fyrir fjármunum til Náttúrustofu Austurlands, en Fljótsdalshérað verður frá og með árinu 2008 beinn aðili aði rekstri hennar. Loks er gert ráð fyrir framlagi til reksturs Starfsendurhæfingar Austurlands á árinu 2008 sem er ný stofnun á Austurlandi.
Um er að ræða aukin framlög til menningarstyrkja og menningarmála og fjárveiting til niðurgreiðslu á frístundum barna eru aukin verulega.
Rekstur á nýjum gervigrasvelli í Fellabæ er nýr rekstrarliður auk þess sem sparkvellir á Brúarási og á Hallormsstað kalla á rekstrarkostnað, en þessir vellir voru teknir í notkun seint á yfirstandandi ári. Einnig er gert ráð fyrir fjármagni til rekstur sundlaugar á Hallormsstað yfir sumartímann.
Í framlögum til Brunavarna á Héraði er gert ráð fyrir að hægt verði að fjárfesta í nýjum tækja- og mannflutningabíl á árinu 2008.
Á árinu 2008 er gert ráð fyrir að vinnu við aðalskipulag verði lokið og er fjármagn ætlað til þeirrar vinnu.
Í umferðar- og samgögnumálum er framlag til almenningssamgangna aukið verulega enda mun tilkoma Fellavallar kalla á aukna þjónustu á því sviði.
Í atvinnumálakaflanum er gert ráð fyrir stækkun atvinnumálanefndar og hlutverk hennar eflt. Framlag til Upplýsingarmiðstöðvar er hækkað verulega. Gert er ráð fyrir fjárveitingu til ýmissa verkefna tengdum atvinnumálum sem styrkt verða með framlagi úr Atvinnumálasjóði.
Helstu niðurstöður A-hluta eru eftirfarandi
Rekstrarafgangur A-hluta sem er bæjarsjóður er áætlaður 7,4 milljónir króna.
Rekstrartekjur eru áætlaðar 2.114,5 milljónir króna.
Rekstrargjöld eru áætluð 2.108,1 milljónir króna.
Veltufé frá rekstri 140,0 milljónir króna.
Afborganir af lánum nema 147,9 milljónir króna.
Lántökur eru áætlaðar 755 milljónir króna.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar að nemi 2.418 milljónir króna í árslok 2008 eða um 618 þúsund krónur á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Heildareignir nema um 3.885 milljónum króna eða 994 þúsund krónur á íbúa.
Eigið fé er áætlað að nemi 1.468 milljónum króna eða 376 þúsund krónur á íbúa.
Veltufjárhlutfall í árslok 2008 er áætlað 0,98.
Eiginfjárhlutfall er áætlað 0,38 í árslok 2008.
Samstæða A- og B- hluti
Samstæðurreikningur sveitarfélagsins, A- og B- hluti, saman standa af A- hluta og fyrirtækjum og stofnunum sem teljast B hluta fyrirtæki sem eru Atvinnumálasjóður, Brunavarnir á Héraði, Dvalarheimili aldraðra, Félagslegar íbúðir, Fjárafl, Fráveita, HEF ehf, Minjasafn Austurlands, Sláturhúsið ehf og Sorpstöð Héraðs.
Helstu niðurstöður samstæðu A- og B hluta
Rekstrarafgangur samstæðu A- og B hluta verður 0,4 milljónir króna.
Rekstrartekjur eru áætlaðar 2.446,4 milljónir króna.
Rekstrargjöld eru áætluð 2.446,0 milljónir króna.
Veltufé frá rekstri 241,1 milljónir króna.
Afborganir af lánum nema 203,8 milljónir króna.
Lántökur eru áætlaðar 915,5 milljónir.
Skuldir og skuldbindingar er áætlað að nemi 3.488 milljónu króna í árslok 2008 eða um 892 þúsund krónur á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Heildareignir nema um 5.366 milljónum króna eða 1.373 þúsund krónur á íbúa.
Eigið fé er áætlað að nemi 1.878 milljónum króna eða 481 þúsund krónur á íbúa.
Veltufjárhlutfall í árslok 2008 er áætlað 0,58.
Eiginfjárhlutfall er áætlað 0,35 í árslok 2008.
Fjárfestingar á árinu- A-hluti
Fastafjármunir 464,0 milljónir
Stjórnsýslu og menningarhús 140 millj.
Leikskólinn Hádegishöfði 100 millj
Félagsaðstaða eldri borgara 130 millj
Lóð Fellaskóla 20 millj
Íþróttamiðst Egilsstöðum 20 millj
Tónlistarskóli Egilsstaða 20 millj
Sundlaug Hallormsstað 13,5 millj
Fossgerði 6,5 millj
Aðrar framkvæmdir 14 millj
Skipulag, gatnagerð, landkaup 239,6 millj
Skipulagsgerð 11 millj
Landkaup 80 millj
Gangstígar 66,1 millj
Önnur gatnagerð 82,5 millj
Miðbæjarskipulag 149.0 millj
Gatnagerðartekjur -100,0 millj
- Eignahlutir í félögum 33,5 millj
Fjárfestingar B-Hluta
Sorpstöð Héraðs 30,0 millj
Fráveita 35,0 millj
Hita- og vatnsveituframkvæmdir 172,1 millj
Sláturhúsið ehf 22,0 millj
Hér er hægt að nálgast Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2008 í heild sinni.