25.01.2008
kl. 08:20
Fréttir
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs sl. miðvikudag tók bæjarstjórn undir með bæjarráði og atvinnumálanefnd og fagnaði góðum árangri ferðaþjónustuaðila í Húsey. En Húsey er eitt 10 farfuglaheimila á Íslandi sem hefur leyfi til að flagga umhverfismerkinu Grænt farfuglaheimili.
Fram kom í bréfi til Fljótsdalshéraðs frá Hostelling International sem var til umfjöllunar, að farfuglaheimilið í Húsey er eitt 10 farfuglaheimila á Íslandi sem hefur leyfi til að flagga umhverfismerkinu Grænt farfuglaheimili.
Fram kemur í bókun bæjarstjórnar að umhverfisviðurkenning sem þessi er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum og því sérstakt fagnaðarefni.
Bæjarstjórn óskar ábúendum í Húsey til hamingju með þennan góða árangur.