15.12.2010
kl. 00:00
Fréttir
Óðinn Gunnar Óðinsson
Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, var fyrir stuttu útnefnd íþróttakona ársins hjá Íþróttafélagi fatlaðra. En Erna varð á árinu fyrsta konan til að keppa á vetrarólympíuleikum fatlaðra fyrir hönd Íslands. Í lok seinasta árs varð hún fyrst íslenskra kvenna til að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikum fatlaðra. Þeir fóru fram í Vancouver í Kanada í mars þar sem Erna keppti í tveimur greinum. Erna er nú stödd í Bandaríkjunum við æfingar.