- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fyrir íþróttaáhugamenn er ýmislegt við að vera um dymbilvikuna og páskana á Héraði. Skíðasvæðið í Stafdal verður opið um alla dagana sem hér segir. Á föstudaginn verður furðufatadagur í fjallinu og á páskadag hefst páskaeggjaleit klukkan 13.
Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum, sundlaug, þrek og salir, verður lokuð á föstudaginn langa og páskadag en er opin frá 9.30 til 18 þann 21., 23. og 25. apríl ásamt 1. maí. Fjölnotahúsið, íþróttahúsið í Fellabæ, er aftur á móti lokað frá og með 21. til og með 25. apríl og einnig er lokað þann 1. maí.
Og fyrir skákáhugamenn má minna á Íslandsmeistaramótið í skák sem haldið á Eiðum. Því lýkur 23. apríl.
Þá má nefna fjórar nýjar áhugaverðar sýningar sem allar voru opnaðar um síðustu helgi. Í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum var sumarsýningin opnuð með tíðasöng og fyrirlestri dr. Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Sýningin er Skriðuklausturshluti Endurfundasýningar Þjóðminjasafnins. Þar eru sýndir munir sem grafnir hafa verið upp í fornleifarannsókn sem staðið hefur á Skriðuklaustri undanfarin sumur.
Í Sláturhúsinu var opnuð sýningin Sumarmál - myndlist & vöruhönnun. Þar sýnir Ingunn Þráinsdóttir plöntuteikningar og textílhönnun í tengslum við listamannadvöl sína í Vesterålen í Norður-Noregi haustið 2010. Sýningin er opin til 30. apríl.
Og á Skriðuklaustri opnaði Katrín Jóhannesdóttir eða Katý, hannyrðasýninguna Harðangur og Skriðuklaustur í stásstofu og Sigrún Björgvins sýnir myndverk úr þæfðri ull í gallerí Klaustri. Sýninguna nefnir hún Ort í ull og á henni má m.a. sjá verk sem eru innblásin af eldsumbrotum á Suðurlandi í fyrra. Þær sýningar standa til 8. maí.
Á sumarsdaginn fyrsta/skírdag klukkan 20 verður opnuð sýning þar sem hópur listafólks frá Norður-Noregi setur upp gagnvirka innsetningu. Verkið var sett upp í sundlauginni á Eiðum á 700IS Hreindýralandi í mars og vakti mikla lukku, þetta minnir á ævintýraheim og er alveg mögnuð upplifun. Verkið er unnið í samvinnu við sjónlistamenn, hljóðlistamenn og myndlistarmenn