09.03.2010
kl. 13:17
Fréttir
Óðinn Gunnar Óðinsson
Skólahreystikeppnin, 4. riðill, var haldin í íþróttahúsinu á Egilsstöðum 4. mars síðast liðinn. Alls mættu 11 lið til keppninnar af öllu Austurlandi en lið Egilsstaðaskóla vann riðilinn með 59 stigum og tryggði sér því keppnisrétt í aðalkeppninni. Í öðru sæti var Vopnafjarðarskóli með 49 stig og í því þriðja var Grunnskóli Breiðdalsvíkur með 44,5 stig.. Í liði Egilsstaðaskóla voru Stefán Bragi Birgisson sem keppti í upphífingum og dýfum, Erla Gunnlaugsdóttir sem keppti í armbeygjum og hreystigreip, Jóhanna Sigurþórsdóttir og Hafsteinn Gunnlaugsson sem kepptu í hraðabrautinni. Varamenn voru Baldvin Orri Smárason og Diane de Oliveira Carvalho. Úrslitakeppnin verður í Reykjavík 29. apríl.