- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Starfshópur hefur nú útbúið drög að frumvarpi til kosningalaga sem lögð hafa verið á vef Alþingis í opið samráð. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Markmið frumvarpsins er að styrkja lýðræði með því að viðhalda trausti á framkvæmd kosninga og tryggja að beinar, frjálsar og leynilegar kosningar séu haldnar reglulega. Meginefni frumvarpsins lúta að breyttri stjórnsýslu kosninga og einföldun regluverks.
Tekið er á móti umsögnum og ábendingum á netfangið kosningalog@althingi.is til 8. apríl nk. Að loknu samráðsferli mun starfshópurinn fara yfir athugasemdir sem berast og í kjölfarið skila forseta Alþingis fullbúnu frumvarpi.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tók umrædd drög fyrir á fundi sínum 23.mars og hvatti alla til að kynna sér málið og senda inn ábendingar ef þurfa þykir.
Hægt er að fara inn á slóðina https://www.althingi.is/thingnefndir/adrar-nefndir/kosningalog/ og skoða drögin þar.