- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ormsteitið heldur áfram og í dag, miðvikudaginn 19. ágúst, er fjölmargt í boði. Klukkan 10.00 og 17.00 er hægt að fara í reiðtúr um einstaka náttúru Norðurdals. Frá Óbyggðasetri Íslands er farið ríðandi inn að Ófæruseli. Þar gefur að líta einstaka fossa og fjölbreytta náttúru. Í ferðinni er einnig litið inn í gamla húsið á Kleif og fólki gefst kostur á að renna sér yfir á kláfferju yfir Jökulsá í Fljótsdal. Þetta er um það bil þriggja tíma ferð. Í Óbyggðasetrinu verður boðið upp á hádegis- og kvöldmat sem og kaffiveitingar um miðjan daginn. Tekið er á móti bókunum í síma 440 8822 og á netfangið info@wilderness.is
Klukkan 14.00 hefst Dagur eldri borgara í Hlymsdölum. Þar verður boðið upp á dagskrá og hægt að kaupa sér kaffi. Athugið samt að enginn posi er á staðnum.
Héraðsmarkaðurinn opnar í markaðstjaldi á planinu við Nettó kl. 14.00 og er opinn til kl. 18.00. Markaðurinn verður opinn alla daga á þessum tíma til næsta laugardags. Hægt er að skrá sig á markadstjald@gmail.com .
Miðasala á hreindýraveisluna á laugardaginn fer fram í markaðstjaldinu og er verð á hana það sama og í fyrra eða kr. 4.990.
Eyðibýlisganga leggur af stað klukkan 14.00 frá Óbyggðasetrinu. Þar er hægt að fá heitan mat í hádeginu og bakkelsi með kaffinu.
Klukkan 19.30 er boðið upp á Lomberkvöld fyrir byrjendur og lengra komna í Bókakaffi. Málfríður Björnsdóttir sér um Lomberkennslu og stjórn kvöldsins.
Klukkan 20.00 verður kvölddagskrá eldri borgara í Selskógi. Eingöngu verður af dagskrá í Selskógi ef veður leyfir. Tilkynnt verður um það á Degi eldri borgara í Hlymsdölum fyrr um daginn.